Mikið líf á Vitatorgi fyrr í sumar

Mannlíf

""

Þann 27. júní sl. var haldin garðveisla í Félagsmiðstöðinni á Vitatorgi í frábæru veðri. Boðið var upp á kaffiveitingar og ís og myndaðist skemmileg stemning í garðinum. Þau Guðrún og Hjálmar úr Vitatorgsbandinu léku á harmonikku og var sungið og dansað. Félagsmiðstöðin fékk lánað hjól frá Hjólað óháð aldri, sem tekur tvo farþega. Hjólið var kynnt í garðveislunni og gafst gestum tækifæri til að fara í hjólatúra. Farið var í marga hjólatúra út vikuna um hverfið og var hjólað eftir sjávarsíðunni að Hörpu og í bæinn, að Austurvelli og tjörninni og var hjólað niður Laugarveginn og kíkt á mannlífið.  

Skemmtilegur dagur í góðu veðri sem vonandi er kominn til með að vera árlegur.