#METOO

""

Undanfarna daga hafa fjölmargar konur sagt frá kynferðislegu ofbeldi, misnotkun og áreitni á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #metoo. Þar á meðal eru margar konur sem starfa hjá Reykjavíkurborg.

Kynferðislegt ofbeldi, misnotkun eða áreitni er litið alvarlegum augum hjá Reykjavíkurborg og til staðar eru áætlanir og viðbrögð til þess að taka á því eins og nánar má sjá hér:

Stefna Reykjavíkurborgar gegn einelti, áreitni og ofbeldi

Þarna má sjá stefnu Reykjavíkurborgar og þær leiðir sem í boði eru til þess að tilkynna um einelti, kynferðislega áreitni eða aðra áreitni. Grunnstefið í stefnu Reykjavíkurborgar er að einelti, áreitni eða ofbeldi af öðrum toga er ekki liðið og hart verður tekið á öllum slíkum atvikum. Jafnframt felst í stefnunni sú yfirlýsing að þolendur fái aðstoð og leiðbeiningu við að leita sér stuðnings eftir þörfum.

Ábyrgðin á ofbeldi og áreitni er hjá þeim sem beita því. Ofbeldi og áreitni verður að linna. Hættum að vera sá sem beitir ofbeldi, lætur óviðeigandi ummæli falla, áreitir, káfar eða klípur. Látum slíkt heldur ekki afskiptalaust ef við tökum eftir því. Verum breytingin sem við viljum sjá.

Kynferðislegt ofbeldi eða áreitni er ekki liðin hjá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg er til staðar og styður þolendur kynferðislegs ofbeldis og áreitni.