Mengun minni vegna veðurskilyrða

Umhverfi Heilbrigðiseftirlit

""
Styrkur svifryks í andrúmsloftinu í Reykjavík mældist 363 míkrógrömm á rúmmetra fyrstu klukkustundina árið 2016.
Styrkur svifryks í andrúmsloftinu mældist 363 míkrógrömm á rúmmetra fyrstu klukkustundina árið 2016 í mælistöðinni við Grensásveg í Reykjavík.
 
Sólarhringsstyrkur svifryks (PM10) verður undir mörkum fyrsta dags ársins í Reykjavík 2016 en í dag klukkan 17 var meðaltalsstyrkur PM10 við Grensásveg 33 míkrógrömm á rúmmetra. Heilsuverndarmörk á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.
 
Í töflunni hér fyrir neðan má sjá styrk fyrstu klukkustundir áranna 2010-2016 í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur svifryks fór átta sinnum yfir heilsuverndarmörk sólarhrings árið 2015 líkt og árin þrjú á undan.
 
Ár Styrkur (µg/m3)
2016 363
2015 215
2014 245
2013 475
2012 1014
2011 285
2010 1575
 
Í annarri loftgæðafarstöð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem staðsett er við frístundaheimilið Glaðheima Holtavegi 11 við Sæbraut var meðaltalsstyrkur svifryks 336 míkrógrömm á rúmmetra fyrstu klukkustundina og í hinni farstöðinni sem staðsett er við leikskólann Stakkaborg Bólstaðarhlíð 38 var meðaltalsstyrkur svifryks 155 míkrógrömm á rúmmetra fyrstu klukkustundina. Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum var styrkurinn 235.