Matarkistan Viðey - fræðsluganga á morgun

Umhverfi Mannlíf

""

Sagnfræðingarnir Sólveig Ólafsdóttir og Guðrún Hallgrímsdóttir mun leiða göngu um Viðey þar sem umræðuefnið verður matur og matarmenning. Á göngu um eyjuna verða landkostir hennar rifjaðir upp og varpað ljósi á margbreytilega búskaparhætti jafnt á uppgangs– sem  niðurlægingartímum.  

Spáð verður í lifnaðarhætti fyrstu ábúenda, eldamennsku innan klaustursveggja, sagt frá ræktunartilraunum Skúla fógeta og veislum þeirra Ólafs Stephensen stiftamtmanns. Hugað verður að stórbúskap Eggerts Briem, innflutningi um hafskipabryggjuna og skyggnst ofan í potta í Stöðinni.

Fólki er bent á að vera vel skóað því gengið verður út í þorpið ef veður leyfir.

Á þriðjudagskvöldum eru aukaferðir til Viðeyjar frá Skarfabakka  kl. 18:15 og 19:15. 
Kaffihúsið í Viðeyjarstofu er opið þessi kvöld og upplagt að njóta kvöldverðar í eynni áður en leiðsögn byrjar.

Gangan hefst kl. 19:30 við Viðeyjarstofu en siglt verður heim kl. 21.00.
Gjald í ferjuna fram og til baka er kr. 1100 fyrir fullorðna og kr. 550 fyrir börn 7–15 ára í fylgd fullorðinna. Frítt fyrir 6 ára og yngri.

Við minnum á að handahafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna
og í Viðeyjarstofu en handhafar Gestakorts Reykjavíkur sigla frítt.
Leiðsögnin er ókeypis og öllum opin.