Margt í boði fyrir alla fjölskylduna í vetrarfríinu

Mannlíf Menning og listir

""

Engum ætti að leiðast í vetrarfríinu sem verður í grunnskólum borgarinnar dagana 18.-21. febrúar. Frístundamiðstöðvar og menningarstofnanir bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna án endurgjalds og frítt verður í sundlaugar á tilteknum tímum.

Meðal þess sem verður í boði hjá frístundamiðstöðvunum eru föndursmiðjur, ratleikir, útieldun og dans. Dagskrá verður í öllum hverfum, s.s. á Klambratúni og Kjarvalsstöðum, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og í Gufunesbæ. Þá bjóða menningarstofnanir borgarinnar upp á leiki, smiðjur og leiðsögn fyrir alla fjölskylduna og svo má skemmta sér í sundlaugarfjöri í öllum hverfum. Fullorðnir í fylgd með börnum fá frítt inn söfn borgarinnar. 

Dagskrá frístundamiðstöðva og menningarstofnana borgarinnar

Ársel -  Árbær, Grafarholt og Úlfarsárdalur

Þriðjud.  21.feb. kl. 13-16:00 – Árseli Rofabæ 30
Spiladag fjölskyldunnar Í Töfraseli.
Opið hús í félagsmiðstöðinni Tíunni fyrir alla fjölskylduna með leik, dansi og fl. 

Kl. 14–16:00 - Holtið Norðlingabraut 12
Gestum og gangandi býðst að koma og gera sér glaðan dag, fara í karaoke, just-dans, borðtennis og fl. 

Kl. 13-15:00 – Fjósið Gvendargeisla 168
Spiladagur fjölskyldunnar

Gufunesbær  - Grafarvogur
Þriðjud.  21. feb. kl. 10-12:00              
Föndursmiðja í Hlöðunni
Míní-keila
Skítóklúbbur

Kl. 11-14:00
Klifur í turninum
Útieldun, tálgað í lundinum, kolamálun og ratleikur

Sundlaug Grafarvogs kl. 14-16:00
Sundlaugarfjör - „Wipe-out“ brautin vígð. Frítt inn!

Miðberg -  Breiðholt
Húsið opnar kl. 13.30
Boðið upp á fríar vöfflur, kaffi og kakó á meðan opið er
Kl. 13.30 – 14.30 Mission impossible leikur
Kl. 14.00 – 15.00 Útieldun, hægt verður að grilla brauð og sykurpúða
Kl. 15.00 – 16.00 Bingó með glæsilegum vinningum

Hólmasel - Húsið opnar kl.13:30
Boðið uppá vöfflur, kaffi og kakó frítt allan daginn
Opið hús í félagsmiðstöðinni þar sem verður hægt að spila borðtennis, dansa eða skella sér í fótboltaspilið sívinsæla.
kl:13:30-14:30 Slímgerð, andlitsmálning og Varúlfur
kl.15:00-16:00 Bingó með glæsilegum vinningum.

Sundlaug Breiðholts
Frítt í sund frá kl. 13.30 – 15.00. Kaffi, kakó og kleinur. Tónlist og fjör í innilauginni

Tjörnin -  Hlíðar, Miðborg og Vesturbær
Þriðjud.  21. feb.
Fjölskyldudagskrá Miðborg og Hlíðar kl. 13-15:00
Fjölskyldukubb á Klambratúni og listasmiðjur á  Kjarvalsstöðum
Kaffi, djús og kleinur.
Draumafangarasmiðja
Skartgripagerð
Grímugerð

Kl. 15-17:00 - Vesturbær
Mission Impossible ratleikur frá frístundamiðstöðinni Tjörninni
Spilaleiðsögn og Loom smiðja í Tjarnarsalnum, kaffi, kakó og kleinur.
Kl. 13-17:00
Sundlaugarfjör í Vesturbæjarlaug og Sundhöllinni. Frítt inn!

Kringlumýri  - Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Þriðjud.  21. feb.
Kl. 13 -15:00  Sólheimabóksafnið  
Sögugerð í spjaldtölvum  á Puppet Pal s
Kl. 13-15:00 Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
Söngatriði frá krökkunum í hverfinu
Hildur tekur lagið
Húlladúlla – hópurinn sýnir listir sínar með húllahringi og kennir gestum ýmsar listir.
Skylmingar.
Pylsur og andlitsmálning.
Frítt inn!

Vetrarfríshátíð Guluhlíðar og Öskju
Kl. 13-15:00
Þythokkí, furðufatatískusýningu, listasmiðja, tie-dye, andlitsmálning, stórar perlur og. fl.  

Menning fyrir alla fjölskylduna

Í Borgarbókasafninu verður hægt að fara í ratleiki, spila á spil, klæða sig í búninga, spreyta sig á getraunum eða bara slaka á og lesa. Þá verður sérstök dagskrá á öllum söfnum á Heimsdegi barna laugardaginn 18. febrúar. Kynntu þér dagskrána á einstökum söfnum á borgarbokasafn.is

Á Listasafni Reykjavíkur verður ýmislegt í boði eins og hljóðklippismiðja undir stjórn Curver Thoroddsens í Hafnarhúsinu og listsmiðja í Ásmundarsafni undir stjórn Söru Riel myndlistarkonu. Kynntu þér dagskrána á listasafnreykjavikur.is

Á Árbæjarsafni verður opið í vetrarfríinu frá kl. 13-16:00. Þar má skoða leikfangasýninguna Komdu að leika og sýninguna Neyzluna.
Á Landnámssýninguni í Aðalstræti verður hægt að kynna sér miðaldaheima, fara í rúnaspil og leika með leikföng frá Víkingatímanum. 

Á Sjóminjasafninu verður boðið upp á flugdrekasmiðju og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Kynntu þér dagskrána á borgarsogusafn.is