Margt á dagskrá á fundi borgarstjórnar

Stjórnsýsla Útsendingar

""

Borgarstjórn fundar í dag, þriðjudaginn 18. október.  Að venju er hægt að horfa á fundi borgarstjórnar í beinni útsendingu. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 14 og er öllum opinn. Húsnæðismál, starfsumhverfi kennara og stuðningsþjónusta er meðal þess sem rætt verður um á morgun en dagskráin verður fjölbreytt.

Borgarstjórn mun ræða húsnæðismál í borginni og húsnæðismessu  sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur í  síðastliðinni viku þar sem m.a. var kynnt ítarleg könnun Capacent á því hver vilji almennings er í húsnæðismálum.

Rætt verður um hugsanlegt  samstarf borgarinnar við fagfélög grunnskólakennara, háskóla og ríkisvaldið um leiðir til að styrkja faglega stöðu grunnskólakennara og gera kennarastarfið eftirsóknarverðara. 

Auk þessa verður rætt um tillögu velferðarráðs um umtalsverða hækkun launa handa stuðningsfjölskyldum.

Fundurinn hefst kl. 14 í Ráðhúsi Reykjavíkur og er opinn almenningi. Hægt er að fylgjast með útsendingu frá fundinum og nálgast fundargögn á slóðinni hér að neðan. 

Borgarstjórn í beinni