Margt að gera í vetrarfríinu

Skóli og frístund

""

Frístundamiðstöðin Tjörnin tók á móti fjölskyldum í vetrarfríi, bæði á Kjarvalsstöðum og Vesturbæjarlauginni. 

Hornsteinn forvarnarstarfs á vegum frístundamiðstöðva er að hlúa að samveru foreldra með börnum sínum. Þær bjóða allar upp á skipulagða dagskrá fyrir alla fjölskylduna í vetrarfríinu 20.-14. október. 

Margir fengu spilakennslu félagsmiðstöðvarstarfsmanna á Kjarvalsstöðum í gær og tóku þátt í Hungurleikum á Klambratúni. Þá var boðið upp á veitingar innanhúss, kleinur, kaffi og djúsi. Veitingar biðu einnig þeirra fjölskyldna sem skelltu sér í Vesturbæjarlaugina til að taka þátt í buslu-quiz eða dansa vatns-zumba.  

Almenn gleði var meðal gesta og vill Tjörnin þakka öllum  kærlega fyrir daginn.

Njótum vetrarfrísins saman!

Sjá dagskrá fyrir alla fjölskylduna í vetrarfríinu.