Mannréttindi og algild hönnun

Velferð Mannréttindi

""

Hafa allir borgarbúar jafnan aðgang að upplýsingum, menningu, tómstundum, listum, sundlaugum, internetinu, bókasöfnum og stjórnsýslunni?

Þessum og fleiri spurningum verður velt upp á málþingi Reykjavíkurborg og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum, Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands, Mannréttindi og algild hönnun þann 19. maí á Grand hóteli. Enginn aðgangseyrir er á málþingið en þátttakendur eru beðnir um að skrá sig.

Dagskrá málþingsins

9:00 – Setning

Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, setur málþingið

9:15 – Hvað er algild hönnun?

Snæfríður Þóra Egilson, prófessor í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands

9:30 – Equal right to Accessibility? Universal Design as a human rights issue

Inger Marie Lid, prófessor við VID háskólann í Stavanger aðalfyrirlesari

10:15 – Kaffi

10:35 – „Ég fæ alltaf svona aðgengiskvíða“: sálrænar afleiðingar af skorti á aðgengi í lífi fatlaðra kvenna

Freyja Haraldsdóttir, þroskaþjálfi og kynjafræðingur.

11:15 – Kynning á stefnumótun Reykjavíkurborgar í aðgengismálum

Tómas Ingi Adolfsson frá mannréttindaskrifstofu

11:25 – Algild hönnun og aðgengi innan Reykjavíkurborgar

Karl Magnús Karlsson frá íþrótta- og tómstundasviði

  • Guðbrandur Benediktsson frá menningar- og ferðamálasviði
  • Hreinn Hreinsson og Edda Jónsdóttir frá rafrænni þjónustumiðstöð
  • Hrund Logadóttir frá Skóla- og frístundasviði
  • Ævar Harðarson frá umhverfis- og skipulagssviði
  • Sigþrúður Erla Arnardóttir frá velferðarsviði

12:15 málþingslok

Málþingsstjórar eru Stefán Eiríksson, borgarritari og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, dagskrárgerðarkona

Munið að skrá þátttöku!