Málþing um loftgæði í Reykjavík 16. apríl

Umhverfi Heilbrigðiseftirlit

""

Málþing um loftgæði í Reykjavík, fimmtudaginn 16. apríl frá kl. 13.00 - 16.00 í Þingsal 2 á Hótel Reykjavík Natura.

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur fimmtudaginn 16. apríl nk. fyrir málþingi um loftgæði sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur skipulagt. Það er haldið í Þingsal 2 á Hótel Reykjavík Natura við Reykjavíkurflugvöll frá kl. 13.00 til 16.00.

Á málþinginu verða flutt stutt erindi og í lokin verða frummælendur í pallborði þar sem fundargestum gefst kostur á að taka þátt. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Ellý Katrín Guðmundsdóttir borgarritari verður fundarstjóri og Heiða Björg Hilmisdóttir formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur setur málþingið.

Frummælendur eru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Björn Axelsson skipulagsfulltrúi, Hjalti Guðmundsson og Þórólfur Jónsson deildarstjórar hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, Ómar Smári Ármannsson frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun, Kristín Lóa Ólafsdóttir og Svava S. Steinarsdóttir hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og Margrét M. Norðdahl og Hilmar Sigurðsson frá hverfisráði Hlíða.

Á málþinginu verður meðal annars rætt um stefnu borgarinnar vegna loftgæða, viðbragðsáætlanir, áhrif skipulags gatnahreinsunar og hálkuvarna á loftgæði, trjágróður, umferðarstýringu og heilsu og loftgæði.

Nánar um málþingið

Málþing um loftgæði í Reykjavík, fimmtudaginn 16. apríl frá kl. 13.00 til 16.00 í Þingsal 2 á Hótel Reykjavík Natura.

13.00  Málþingið sett
Heiða Björg Hilmisdóttir formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur.

13.05  Inngangur
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

13.20  Loftgæðin í Reykjavík og viðbragðsáætlanir
Kristín Lóa Ólafsdóttir og Svava S. Steinarsdóttir hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

13.35  Áhrif skipulags á loftgæði
Björn Axelsson skipulagsfulltrúi.

13.50  Áhrif gatnahreinsunar og hálkuvarna á loftgæði
Hjalti Guðmundsson hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

14.05  Trjágróður og loftgæði
Þórólfur Jónsson hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

14.20  Umferðastýring og loftgæði
Ómar Smári Ármannsson frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

14.35 Kaffihlé

14.55  Loftmengun og heilsa. Hvort er meiri mengun af dísel- eða bensínbílum?
Þorsteinn Jóhannsson frá Umhverfisstofnun.

15.25 Bætt loftgæði fyrir borgarbúa
Margrét M. Norðdahl og Hilmar Sigurðsson frá hverfisráði Hlíða.

15.40  Umræður og pallborð

16.00  Málþingi slitið

Fundarstjóri er Ellý Katrín Guðmundsdóttir borgarritari.