Lóðir boðnar á föstu verði

Umhverfi Skipulagsmál

""

Reykjavíkurborg býður nú til sölu lóðir á föstu verði í samræmi við samþykkt borgarráðs í byrjun mánaðarins.  Í boði eru lóðir í Úlfarsárdal og Reynisvatnsási, auk nokkurra lóða í Blesugróf og Lambaseli. 

Verð fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjald á íbúð í fjölbýlishúsi er 4,6 milljónir króna, í rað- og parhúsum 7,6 milljónir og 11,1 milljón króna fyrir einbýlishús í Úlfarsárdal og Reynisvatnsási upp að 375 fermetrum. Verð á einbýlishúsalóðum í Blesugróf og Lambaseli er 13 milljónir króna.  Verð fyrir byggingarrétt í Reykjavík hefur að mestu verið óbreytt frá árinu 2007.
 
Lóðir voru síðast boðnar í fyrra og þá með útboðsfyrirkomulagi. Með breyttu sölufyrirkomulagi verður framboð lóða viðvarandi og söluferlið gagnsætt og hægt er að sinna umsóknum um lóðir jafnóðum og þær berast. Nokkuð hefur verið um fyrirspurnir til skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að undanförnu um lausar lóðir.  
 

Lóðirnar eru tilbúnar

Allar lóðirnar sem bjóðast eru byggingarhæfar og alls er byggingarréttur fyrir 153 íbúðir til sölu.  Í Úlfarsárdal eru 54 lóðir fyrir einbýlishús, 7 raðhús með byggingarrétti fyrir 29 íbúðir, 14 parhús og ein fjölbýlishúsalóð með 5 íbúðum. Við Reynisvatnsás er 31 einbýlishúsalóð.  Í Blesugróf og Lambaseli eru 6 einbýlishúsalóðir í boði. 
 

Nánari upplýsingar 

Allar upplýsingar á lóðavef Reykjavíkurborgar hafa verið uppfærðar. Þar er nú að finna yfirlit yfir lausar lóðir, ásamt skilmálum lóðaúthlutunar og umsóknareyðublað.  Skoða lóðavef Reykjavíkurborgar > reykjavik.is/lodir
 
Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar heldur utan um sölu byggingarréttar. Fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið lodir@reykjavik.is eða hafa samband í síma 411 11 11. 
 

Skoða lóðavef Reykjavíkurborgar.

Tengdar fréttir:

 

- Breyting var gerð á texta þessarar fréttar 29. maí 2014. Í aðra málsgrein vantaði setninguna:  ,,Verð á einbýlishúsalóðum í Blesugróf og í Lambaseli er 13 milljónir króna".  Úr þessu hefur verið bætt og textinn í fréttinni því í samræmi við úthlutunarskilmála á www.reykjavik.is/lodir