Litbrigði haustsins í Grasagarðinum

Íþróttir og útivist Mannlíf

""

Laugardaginn 1. október kl. 14 mun Hjörtur Þorbjörnsson forstöðumaður Grasagarðsins leiða fræðslugöngu um reynisafn garðsins. Gangan hefst við aðalinngang Grasagarðsins við Laugatungu.

Í Grasagarði Reykjavíkur er mikið reynisafn sem skartar sínu fegursta á haustin með fögrum litbrigðum laufanna og reyniberjum sem spanna allt frá hvítu yfir í bleikt og eldrautt.

Reynitrén í Grasagarðinum telja nokkra tugi tegunda og koma meðal annars frá Íslandi og Grænlandi, Nýfundnalandi, Pakistan og Japan svo fátt eitt sé talið.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!