Lífveruleit í Elliðaárdal á sunnudaginn

Umhverfi

""

Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands hafa í sumar starfrækt fræðsluverkefni um lífríki borgarinnar undir heitinu Lífveruleit / Bioblitz í Reykjavík. Næsti viðburður er á sunnudaginn í Elliðaárdal.

Skordýr og aðrar pöddur verða í brennidepli í Elliðaárdalnum sunnudaginn 23. júlí.

Bioblitz er þekkt hugtak á alþjóðavísu sem felur í sér þátttöku og samstarf almennings og sérfræðinga með það markmið í huga að finna, greina og skrá tegundir dýra, plantna og annarra lífvera á tilteknum svæðum. Gagnlegar og áhugaverðar upplýsingar um útbreiðslu líffræðilegrar fjölbreytni safnast saman með þeim hætti. Einnig gefst almenningi tækifæri til að uppgötva og læra að þekkja lífríkið í sínu nánasta umhverfi.

Elliðaárdalurinn hefur verið í aðalhlutverki í sumar. Sérfræðingar hafa leitt viðburði, miðlað fróðleik og aðstoðað þátttakendur við að finna og greina tegundir og skrá þær.

Skordýr rannsökuð af almenningi

23. júlí, sunnudagur kl. 11: Fólk ætlar að hiitast við Rafstöðina í Elliðaárdal í grennd við nýju hjóla- og göngubrúnn yfir Elliðaárnar. Skordýrum og öðrum smádýrum verður safnað og þau skoðuð og greind - eftir bestu getu en mikil tegundafjölbreytni er á þessu svæði.

Sérstök vefsíða á slóðinni www.reykjavikbioblitz.is er opin en þar geta þátttakendur skráð staðsetningu og tegundir sem á vegi þeirra verða, og sett inn og skoðað ljósmyndir. Tegundirnar eru flokkaðar í helstu lífveruhópa svo sem plöntur, fugla, spendýr, skordýr o.s.f.v. Vefsíðan er upplögð fyrir áhugasama náttúru- og lífríkisunnendur og tilvalin fyrir skólahópa til að vinna verkefni um lífverur í nærumhverfinu. Vefsíðan er notendavæn fyrir snjallsíma þ.a. hægt er að setja inn nýjar skráningar á vettvangi.

Tenglar

Viðburðurinn á Facebook

Hvað er Bioblitz?