Lestu betur

Menning og listir

""

Borgarbókasafnir skorar á lesendur að lesa saman í sumar.

Vantar þig hugmyndir að næstu sumarbók? Dagarðu uppi í sömu hillunni á bókasafninu? Taktu lestraráskorun Borgarbókasafnsins og kynntu þér nýtt og spennandi lesefni!

Lestu betur! er lestraráskorun Borgarbókasafnsins sumarið 2017, sniðin að þörfum lestrarhesta sem vantar hugmyndir að lesefni eða langar að víkka sjóndeildarhringinn. Lestraráskorunin er í tveimur þrepum með fjórum bókum í hvoru þrepi, en hún stendur út ágúst. Þeir sem vilja ljúka bók á viku geta því sett stefnuna á bæði þrep, en aðrir geta haldið sig við fjórar bækur.

Lestrarhestar eru hvattir til þess að deila bókavali sínu og myndum af yndislestrarstundum í sumar á Instagram og merkja þær með myllumerkinu #sumarlestur2017 og #lestubetur til þess að eiga möguleika á því að vinna til verðlauna í lok sumars.

Á meðal áskorana á listanum er að lesa ljóðabók eftir íslenskt skáld undir þrítugu, lesa skáldævisögu og norræna glæpasögu. Starfsfólk Borgarbókasafnsins er að sjálfsögðu boðið og búið að aðstoða við bókval, en á söfnunum eru listar með lesefni aðgengilegir lánþegum.

Lesum saman í sumar!