Leitað að hverfishetjum í Breiðholti

Mannlíf Velferð

""

Hverfisráð Breiðholts auglýsir nú eftir tilnefningum frá íbúum til nýrra hvatningarverðlauna sem hafa fengið heitið Hverfishetjan. Hægt er að tilnefna einstaklinga, hópa, félög eða fyrirtæki í Breiðholti sem hafa á einhvern hátt verið til fyrirmyndar eða haft jákvæð áhrif á samfélag og nærumhverfi í Breiðholti. Markmiðið með verðlaununum er að þakka þessu fyrirmyndarfólki fyrir framlag þeirra til samfélagsins, efla félagsauð í Breiðholti, vinna að jákvæðum viðhorfum og hvetja íbúa til samfélagslegrar þátttöku.

Tekið er við tilnefningum í gegnum rafrænt skráningarform sem má nálgast hér fyrir neðan. Skilafrestur verður til sunnudagsins 12. nóvember. Í framhaldi af því mun hverfisráð taka afstöðu til tilnefninganna á fundi og verðlaunin verða síðan veitt í desember. Íbúar eru eindregið hvattir til að taka þátt og senda inn sína tilnefningu.

Smellið hér til að senda inn tilnefningu