Leik- og dvalarsvæði í fóstur – Hlíðar, Holt og Norðurmýri

""
Er hægt að bæta leikvöllinn eða græna svæðið í hverfinu þínu?
Mættu vera fleiri börn að leika þar?
Vantar bekk til að setjast á?
Mætti gróðursetja þar tré, blóm eða berjarunna?
Eitthvað annað kannski?
 
 
Það er hægt að taka svæði í fóstur!
 
Reykjavíkurborg býður íbúum að stofna vinafélag og taka leiksvæði og önnur opin svæði í fóstur. Þetta er kjörið tækifæri fyrir nágranna í Hlíðum, Holtum og Norðurmýri að taka sig saman og hlú að leiksvæðum í nærumhverfi sínu.
 
Kostirnir við þetta eru fjölmargir:
-         Íbúar fá beina tengingu við starfsfólk borgarinnar
-         Starfsmenn borgarinnar fá aðgang að þekkingu íbúa á eigin hverfi
-         Þetta eflir félags- auð og anda í hverfinu
-         Leiksvæði verða skemmtilegri og fallegri
-         Íbúar sækja meira á svæðið
-         Það tekur skemmri tíma að laga það sem þarf að laga
-         Samstarf er málið!
 
 
Áhugasamir eru hvattir til sækja um til Þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Hafið samband við Hörð Heiðar Guðbjörnson í síma: 411 1700 / 411 1600 eða sendið línu á hordur.heidar.gudbjornsson@reykjavik.is.