Leiðsagnir og sýningalok

Mannlíf Menning og listir

""

Nú eru síðustu forvöð að sjá sýningarnar YOKO ONO: EIN SAGA ENN... í Hafnarhúsi og Vistkerfi lita eftir Hildi Bjarnadóttur á Kjarvalsstöðum en þeim lýkur báðum sunnudaginn 5. febrúar. Sama dag verða leiðsagnir á báðar sýningarnar kl. 15.00.

Nú eru síðustu forvöð að sjá sýningarnar YOKO ONO: EIN SAGA ENN... í Hafnarhúsi og Vistkerfi lita eftir Hildi Bjarnadóttur á Kjarvalsstöðum en þeim lýkur báðum sunnudaginn 5. febrúar. Sama dag verða leiðsagnir á báðar sýningarnar kl. 15.00.

Sýningin YOKO ONO: EIN SAGA ENN... hefur notið gríðarlegra vinsælda þann tíma sem hún hefur verið uppi. Sýningin höfðar til allra aldurshópa og gestum gefst kostur á þátttöku í skapandi verkefnum. Yoko Ono hefur jafnframt fengið aðra listamenn til þátttöku í sýningunni að ógleymdum öllum þeim fjölda kvenna sem hafa sent vitnisburði sína um ofbeldi á sýninguna.

Á sýningunni Vistkerfi lita tekst Hildur á við þörf mannsins fyrir að tilheyra ákveðnum stað í heiminum. Ofin veggverk og stórir litaðir silkidúkar yfirtaka annan sýningarsal Kjarvalsstaða og skapa samhengi hugmynda Hildar. Verkin eiga sér rætur í sköpunarferli sem byggir á landinu og þeim gróðri sem upp af því vex.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.