Leiðrétting á húsnæðisstuðningi

Velferð

""

Villur hafa komið fram í útreikningi og greiðslum húsnæðisbóta og sérstaks húsnæðisstuðnings til hluta leigjenda hjá Félagsbústöðum.Mælt er með því að þeir sem ekki hafa greitt greiðsluseðla frá Félagsbústöðum bíði með greiðslu til 8. febrúar næstkomandi.  Eindagi leigu er 11. febrúar.

Unnið er að leiðréttingu bótaútreikninga og í framhaldinu að leiðréttingu á bankakröfum vegna leigugreiðslna til Félagsbústaða. Þetta leiðir í einhverjum tilfellum af sér ósamræmi milli útsendra greiðsluseðla frá Félagsbústöðum og kröfu í banka.  Stefnt er að því að öllum leiðréttingum verði lokið þann 8. febrúar og þeim tilmælum því beint til leigutaka Félagsbústaða að greiða ekki kröfu vegna leigu í febrúar fyrr en þá. Eindagi leigu er sem fyrr 11. dagur mánaðar.  

Hafi leigutakar ofgreitt til Félagsbústaða mun ofgreiðsla sjálfkrafa vera dregin frá á fjárhæð næsta greiðsluseðils Félagsbústaða þann 1. mars næstkomandi. Sjái leigutaki sér ekki fært að bíða eftir endurgreiðslu er hægt að óska eftir flýtimeðferð og fá endurgreitt fljótlega eftir 8. febrúar með því að hafa samband við næstu þjónustumiðstöð.

Árbær og Grafarholt, sími 411 1200, arbaer-grafarholt@reykjavik.is

Breiðholt, sími 411 1300, breidholt@reykjavik.is

Grafarvogur og Kjalarnes - Miðgarður,  sími 411 1400, midgardur@reykjavik.is

Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir, sími 411 1500 laugardalur.haaleiti@reykjavik.is

Vesturbær, miðborg og Hlíðar, sími 411 1600, vmh@reykjavik.is