Laufabrauðsgerð í Viðey

Mannlíf Menning og listir

""

Það er komið að okkar árlega og vinsæla viðburði laufabrauðsgerð í Viðey. Sunnudaginn 26. nóvember  kl. 13:30 mun Margrét Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans í Reykjavík, kenna gestum kúnstina að skera út laufabrauð.

Útskorin brauðin verða svo steikt í eldhúsinu og allir fara heim með gómsæt listaverk í öskjum.

Viðey skartar sínu fegursta þessa dagana og eru fjölskyldur hvattar til að koma út í eyju og eiga þar góða stund saman við laufabrauðsútskurð og gaman væri ef vanir útskurðarmeistarar myndu koma og miðla þekkingu sinni. Svo er aldrei að vita nema jólasveinninn renni á steikarlyktina og kíki í heimsókn.

Tíu laufabrauð í öskju kosta 2.000 krónur. 

Við mælum með að fólk taki með sér laufabrauðsjárn og hnífa til útskurðar en einhver áhöld verða einnig á staðnum. Í Viðeyjarstofu verður hægt að kaupa gómsætar veitingar við allra hæfi.

Vinsamlegast sendið okkur skráningu á videyjarstofa@videyjarstofa.is.

Ferjan siglir til Viðeyjar frá Skarfabakka klukkan 13:15, 14:15, 15:15.

Ferjukostnaður:

Fullorðnir 16 ára og eldri: 1.500 kr.

Börn 7-15 ára 750 kr.

Eldri borgarar og öryrkjar 1.350 kr.

Icelandic Leaf Bread Workshop on Viðey Island!

Coming up soon on Sunday 26th November, Margrét Sigfúsdóttir, the Head of Hússtjórnarskólinn – a local school of Icelandic culinary arts and crafts – will be teaching guests the art of making traditional Icelandic leaf bread (laufabrauð).

Everyone's encouraged to hop on the ferry to Viðey and spend a cosy afternoon together for this wonderful seasonal activity. It would be great to see some masters of the craft there too, who can tell us all about their own leaf-bread-making experience. You never know, the smell of that delicious leaf bread cooking might just tempt a few of those Icelandic Christmas Lads over for a visit!

The leaf bread is 2,000 ISK for 10 pieces.

Viðey House has a limited supply of lead-bread irons and paring knives, therefore guests are asked to bring their own utensils if possible.

A selection of tasty meals and refreshments are available to purchase at Viðey Restaurant.

To register for this event please contact staff at videyjarstofa@videyjarstofa.is

Ferry schedule:

Ferries from Skarfabakki pier to Viðey Island depart at 13:15, 14:15, 15:15.

Ferry prices:

Adults 16 years and over: 1,500 ISK.

Children 7-15 years of age: 750 ISK.

Senior citizens and disabled: 1,350 ISK.

Everyone is welcome!