Kynslóðabræðingur í Árbæ og Grafarholti

Velferð Skóli og frístund

""
Frístundamiðstöðin Ársel  tekur við rekstri félagsmiðstöðvarinnar að Hraunbæ 105 sem fyrst og fremst er sótt af öldruðum.  Þetta verður samvinnuverkefni  skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs.
Ársel mun annast reksturinn af öllu frístundastarfi í hverfinu sem tilraunaverkefni  fram í júní 2017. Markmiðið er að auka samstarf og samlegð í frístundaþjónustu við íbúa í Árbæ og Grafarholti  óháð því á hvaða aldri þeir eru.

Breytingin felst  fyrst og fremst í því að umsýslan með félagsstarfinu flyst yfir til Ársels þar sem  tómstundarfæðingur Hraunbæjar mun starfa .
 
Þetta fyrirkomulag hefur verið kynnt fyrir notendum félagsmiðstöðvarstarfsins auk þess sem hverfisráð Árbæjar hefur fylgst með undirbúningi verkefnisins.  Stjórnendur Ársels og þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts taka breytingunum með opnum huga og sjá í sameiningunni ýmis ný tækifæri.

Með þessu starfar frístundaþjónustan  í Árbæ og Grafarholti  undir einum hatti og gefur það tækifæri til að veita betri þjónustu fyrir alla þá sem sækja félagsstarfið.