Kynningarfundur vegna Barónsreits

Skipulagsmál

""

Kynningarfundur vegna aðal- og deiliskipulagsbreytinga á Barónsreit í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 28. september kl. 17:00 í Borgartúni 14 í Vindheimum 7. hæð.

Fyrirkomulag húsa úr þremur turnbyggingum yfir í randbyggð og eina turnbyggingu er meðal þess sem felst í breytingunni á deiliskipulaginu og í drögum að breytingu á aðalskipulagi verður fjöldi íbúða, 80-200 í stað 100 áður.

Breyting á deiliskipulagi reits 1.154.3 Barónsreits

Tillaga T.ark teiknistofu arkitekta ehf dags. júlí/ágúst 2015, sem er unnin fyrir hönd lóðarhafa, að breytingu á deiliskipulagi hluta reitsins verður kynnt. Í tillögunni felst talsverð breyting á vesturhluta reitsins, að undanskilinni lóðinni Hverfisgötu 83, Bjarnarborg. Fyrirkomulag húsa úr þremur turnbyggingum yfir í randbyggð og eina turnbyggingu, byggingarmagn, húshæðir og lóðir er meðal þess sem breytist.

Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030

Drög að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur frá því í september 2015 verður kynnt Breytingin felst í því að heiti reitsins verður Barónsreitur-Skúlagata og skilgreining um hæðir húsa verður 4-6/6-16 og heimild um fjölda íbúða verður 80-200 í stað 100 áður.

Fundurinn í Borgartúni

Fundurinn er haldinn í Borgartúni 14 í fundasalnum Vindheimum sem er á 7. hæð. Í framhaldi af fundi þessum er stefnt að því að málið fari í formlega kynningu og auglýsingu og á þeim tíma er tekið við skriflegum ábendingum/athugasemdum á netfangið skipulag@reykjavík.is.