Kynningar- og samráðsfundur með um Skeifuna

Skipulagsmál

""

Fjölsóttur samráðs- og hugmyndafundur um Skeifuna í Reykjavík var haldinn með hagsmunaaðilum þriðjudaginn 4. apríl. Hugmyndaleit hefur farið fram og kynntu aðilar frá KANON arkitektum meginniðurstöður sínar sem nú eru til umræðu. Skipulagsfulltrúi kynnti stöðu mála og samgöngustjóri Reykjavíkur sagði frá tengslum Borgarlínunnar og Skeifunnar. Þá var gerð grein fyrir samningsmarkmiðum. 

Góður rómur var gerður að kynningum og í máli fundargesta mátti greina ánægju með framvindu mála. Hægt er að koma með hugmyndir og ábendingar á þessu stígi málsins til 1. maí 2017. 

Hér má sjá dagskrá fundar og þrjár kynningar ásamt fundargerð

Dagskrá

1. Ávarp - Björn Axelsson skipulagsfulltrúi Reykjavíkur: Hver er staðan?
2. Kynning um borgarlínu – Þorsteinn Rúnar Hermannsson samgöngustjóri Reykjavíkurborgar.
3. Kynning á samningsmarkmiðum borgarinnar - Óli Örn Eiríksson hjá skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar.
4. Kynning á fyrstu skipulagshugmyndum fyrir Skeifuna - Birkir Einarsson og Helgi Bollason Thoroddsen hjá Kanon arkitektum.
5. Næstu skref – Halldóra Hrólfsdóttir og Jón Kjartan Ágústsson verkefnastjórar hjá skipulagsfulltrúa.
6. Umræður. Einnig var lögfræðingur frá hjá Reykjavíkurborg til svara.

Fundarstjóri var Gunnar Hersveinn verkefnastjóri miðlunar hjá USK. Ritari var Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar.
Hugmyndum og ábendingum skal komið á framfæri á netfangið skipulag@reykjavik.is