Kynna sér þjónustu við innflytjendur hjá Reykjavíkurborg

Mannlíf Mannréttindi

""

Stjórnendur frá velferðarráðuneytum Norðurlandanna kynntu sér þjónustu við innflytjendur hjá Reykjavíkurborg. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri tók á móti hópnum sem staddur er hér á landi í tengslum við árlegan samráðsfund norrænna velferðarráðuneyta.

Hópurinn kemur saman ár hvert til þess að ræða hin ýmsu velferðarmál. Að þessu sinni hefur verið rætt um málefni innflytjenda, s.s. atvinnu, menntun og þjónustu við þennan hóp. Óskað var eftir að fá kynningu hjá Reykjavíkurborg um hvernig þjónustu við innflytendur væri háttað hjá sveitarfélaginu. Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri, tók á móti hópnum ásamt starfsfólki mannréttindaskrifstofu í Ráðhúsinu í dag þar sem farið var yfir móttöku innflytjenda og hvaða þjónusta stæði þeim til boða.