Kynbundin launamunur lækkar hjá Reykjavíkurborg

""

Árlega launakönnun Gallup á vegum stéttarfélaganna SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar sýnir að launamunur kynjanna hjá Reykjavíkurborg er lægri en áður eða  1.3.%.

Þegar litið er til svara í könnuninni kemur í ljós að launamunur starfsfólks borgarinnar í starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar er að minnka úr 4,1% í 1,3 %  á milli kannanna, sem er innan skekkjumarka.

Um 40% starfólks borgarinnar er í starfsmannafélaginu og áhrifin því víðtæk. Á sama tíma blasir við að launamunur er að aukast upp í 13% meðal starfsmanna ríkisins og sjálfseignastofnana, það er metið samkvæmt sömu aðferðum. 

Þessi góði  árangur borgarinnar er m.a. afrakstur aðgerðaráætlunar borgarinnar gegn kynbundnum launamun, notkunar á starfsmatskerfi sem miðar að því að  jafna kynbundinn launamun við launasetningu og vegna  mikillar og jákvæðrar viðhorfsbreytingar sem greinilega er orðin staðreynd.

Niðurstöðurnar eru hvatning til borgarinnar að halda áfram á sömu braut. Fulltrúar meirihlutans í borgarráði fagna þessum góða árangri og þakka öllu starfsfólki og stjórnendum, ásamt samstarfsaðilum borgarinnar í verkaliðshreyfingunni sem að þessu hafa komið, kærlega fyrir árangurinn.

Launakönnunin St.Rv