Kvikmyndasýning og síðasta sýningarhelgi á Tvöföldun

Mannlíf Menning og listir

""

Nú eru síðustu forvöð að sjá sýninguna Tvöföldun í Hafnarhúsi en síðasti sýningardagur er sunnudagur 12. nóvember.

Nú eru síðustu forvöð að sjá sýninguna Tvöföldun í Hafnarhúsi en síðasti sýningardagur er sunnudagur 12. nóvember.

Á sýningunni eru þrjú myndbandsverk eftir hinn franska kvikmyndagerðar- og myndlistarmann, Pierre Coulibeuf (f.1949). Nýjasta verk hans er unnið í samstarfi við dansarana Ernu Ómarsdóttur og Lovísu Ósk Gunnarsdóttur og skotið í Hafnarhúsinu.

Á lokadegi sýningarinnar verður sérsýning á kvikmyndinni Doctor Fabre Will Cure You (2013/60 mín) eftir Coulibeuf í Hafnarhúsi kl. 15.00. Í myndinni, sem er nútíma ævintýri, er Jan Fabre varpað inn í hans eigin ímyndaða heim þar sem hann skapar karakter sem breytir sífellt um sjálfsmynd og leikur fjölda hlutverka í hinum ýmsu gervum. Kvenpersónan, líkt og illi andi manndómsvígslunnar, notar ýmis andlit til að ásækja karlpersónuna og hvetur til ummyndanna, að eilífu.

Síðustu tuttugu ár hefur Coulibeuf stýrt yfir þrjátíu myndum, ýmist stuttmyndum eða kvikmyndum í fullri lengd. Hann byggir verk sín á ýmsum greinum samtímalistar, málverki, kóreógrafíu, gjörningi, ljósmyndun og bókmenntum. Áður hefur hann unnið verk innblásin af og í samstarfi við Pierre Klossowski, Michelangelo Pistoletto, Marinu Abramovic, Michel Butor, Jean-Marc Bustamante, Jan Fabre, Meg Stuart og Angelin Preljocaj.