Krakkarnir á Klettaborg fóru í menningarreisu

Skóli og frístund

""

Elstu börnin í leikskólanum í Klettaborg fóru á dögunum í menningarferð í miðborgina, en þau eru um það bil að ljúka sinni leikskólagöngu. 

Elstu leikskólabörnin fara á hverju sumri í menningar- og skemmtiferð um miðborg Reykjavíkur í tilefni þess að þau eru að útskrifast út leikskólanum. Þau fóru upp í Hallgrímskirkju og horfðu yfir borgina, litu við í Ráðhúsinu og fóru allan hringinn í kringum Íslandslíkanið sem þar stendur í Tjarnarsalnum.

Að lokum fóru börnin á veitingastað þar sem þau hittu Dag B. Eggertsson borgarstjóra og ræddu við hann um daginn og veginn. 

Elstu börnunum á Klettaborg er óskað velfarnaðar í grunnskólanum.