Kjördagur

Kosningar

""
Kæru borgarbúar.
 
Gleðilegan kjördag. Kjörstaðir í Reykjavík í dag eru eftirfarandi:
 
Reykjavíkurkjördæmi norður
Ráðhús Reykjavíkur
Menntaskólinn við Sund
Laugalækjarskóli
Íþróttamiðstöðin Grafarvogi, Dalhúsum
Vættaskóli Borgir
Ingunnarskóli
Klébergsskóli
 
Reykjavíkurkjördæmi suður
Hagaskóli
Hlíðaskóli
Breiðagerðisskóli
Íþróttamiðstöðin við Austurberg
Árbæjarskóli
Ingunnarskóli
 
Kjörfundur hefst kl. 9.00 og honum lýkur kl. 22.00.
 
Sérstök athygli er vakin á því að íbúar í Seljahverfi kjósa nú í Íþróttamiðstöðinni við Austurberg í stað Ölduselsskóla. Kjósendur sem áður hafa kosið í Laugardalshöll kjósa nú í Laugalækjarskóla og Menntaskólanum við Sund.
 
Á reykjavik.is/kosningar má fletta kjósendum upp eftir kennitölu til að kanna hvar þeir eru á kjörskrá.
 
Einnig er upplýsingavakt í Ráðhúsi Reykjavíkur í allan dag í s. 411 4915, netfang kosningar@reykjavik.is. Þar eru fúslega veittar upplýsingar um kjörstaði, kjördeildir og önnur nauðsynleg atriði.
 
Aðgengi fyrir hjólastóla er tryggt á öllum kjörstöðum. Nauðsynlegt er að hafa skilríki meðferðis á kjörstað.
 
Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður hefur aðsetur í Ráðhúsinu á kjördag, s. 411 4910. Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður hefur aðsetur í Hagaskóla á kjördag, s. 411 4920.
 
Á slóðinni www.reykjavik.is/kosningar má fylgjast með þróun kjörsóknar yfir daginn og nálgast ýmsar hagnýtar og áhugaverðar upplýsingar sem tengjast kosningum.
 
Talning atkvæða fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og í íþróttahúsi Hagaskóla fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður. Talning hefst kl. 22.00 og er opin almenningi meðan húsrúm leyfir.