Kennarar ræða tillögur til að bæta starfsumhverfi þeirra

Skóli og frístund

""

Skóla- og frístundaráð efndi í dag, í samstarfi við Félag grunnskólakennara, til málþings um 31 tillögu starfshóps um leiðir til að bæta starfsumhverfi grunnskólakennara og auka nýliðun í kennarastétt. 

Á málþinginu var farið yfir tillögur starfshópsins sem snúa að bættu vinnuumhverfi, aukinni nýliðun, breytingum á kennaramenntun og starfsþróun. Þingið er liður í samstarfi við kennara um forgangsröðun og innleiðingu þessara tillagna, en borgin hefur þegar varið 600 milljónum króna til að hrinda þeim fyrstu í framkvæmd.  

Á málþinginu töluðu Rósa Ingvarsdóttir, fulltrúi Kennarafélags Íslands, í starfshópnum, Helgi Eiríkur Eyjólfsson, prófessor við HÍ, sem kynnti rannsókn á stöðu og mögulegri nýliðun í kennarastétt, Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, og Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri í Árbæjarskóla. Þá urðu líflegar umræður meðal málþingsgesta um tillögurnar og fara niðurstöður þeirra til umfjöllunar í starfshópnum til frekari úrvinnslu. 

Sjá frétt um tillögur starfshópsins sem kynntar voru í lok síðasta árs.