Kelduskóli skartar grænfána í sjötta sinn

Umhverfi Skóli og frístund

""

Kelduskóli fékk í vikunni Grænfána, alþjóðlega viðurkenningu fyrir umhverfismennt og starf. 

Þetta var í sjötta sinn sem kelduskóli fær þessa viðurkenningu sem er veitt til tveggja ára í senn. Fulltrúar Landverndar færðu nemendum og starfsfólki skólans grænfána og voru skemmtilegar athafnir í sitt hvoru skólahúsinu þegar þeir voru dregnir að húni. 

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja menntun til sjálfbærni í skólum. Skólar ganga í gegnum sjö skref í átt að aukinni umhverfisvitund og sjálfbærni. Þegar því marki er náð fá skólarnir að flagga Grænfánanum til tveggja ára og fæst sú viðurkenning endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi.

Grænfáninn er umhverfisviðurkenning sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum.