Jólakrás og jólamarkaður

Umhverfi Mannlíf

""
Boðið verður upp á jólaútgáfu af KRÁS götumatarmarkaðinum um helgina 19. til 20. desember í Fógetagarðinum. Krás götumatarmarkaðurinn stefnir í að verða fastur liður í Fógetarðinum á sumrin jafnt sem vetri. Þá hefur hinn árlegi jólamarkaður fært sig um set af Ingólfstorgi og verður nú haldinn í Fógetagarðinum. 
Á KRÁS koma saman veitingastaðir úr öllum áttum og endum veitingaflórunnar í Reykjavík og gera götuútgáfu af þeim mat sem þeir gera og eru þekktir fyrir alla jafna.
 
Þarna verður boðið upp á heitan jólalegan mat og heitt jólaglögg og má segja að það sé tilvalið að koma við í Fógetagarðinum til að slá á mesta jólastressið og fá sér gott í gogginn. Þeir staðir sem meðal annarra taka þátt í JólaKRÁS nú í ár eru Bergson Mathús, 17 sortir, Taco fyrir mig, Momo Ramen, Reykjavík Chips, svo það má ljóst vera að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
 
Opnunartími jólaKRÁS er  milli kl. 13.00-19.00 báða dagana.
 
Jólamarkaður í Fógetagarðinum
Í kjölfarið á jólaKRÁS verður hinn árlegi Jólamarkaður Reykjavíkurborgar haldinn í Fógetagarðinum, steinsnar frá bæði skautasvellinu á Ingólfstorgi og Oslóartrénu á Austurvelli. Markaðurinn verður haldinn dagana 21. - 23. desember í stóru upphituðu tjaldi þar sem yfir 20 söluaðilar munu m.a. selja ýmiskonar góðgæti, skartgripi, fatnað og ýmislegt annað sem tilvalið er að lauma í jólapakka eða njóta sjálf/ur.
 
Heimsleikafarar Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins verða einnig með til sölu sitt árlega jóladagatal auk þess sem í boði verður að stilla sér upp til myndatöku með slökkviliðsmönnum.
 
Komdu á jólamarkaðinn í Fógetagarði og andaðu að þér hinum sanna anda jólanna.
 

Markaðurinn verður opinn sem hér segir:
21.-22. desember kl. 14.00-22.00
23. desember kl. 14.00-23.00