Jóga í Viðey

Umhverfi Íþróttir og útivist

""

Þriðjudagskvöldið 29. júlí leiðir Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir jógakennari göngu um eyjuna þar sem verður stoppað á völdum stöðum og gerðar styrkjandi jógaæfingar undir beru lofti. Gangan tekur um eina og hálfa til tvær klukkustundir og hefst kl. 19.30. Ferjan fer frá Skarfabakka 18.15.

Það er endurnærandi að stunda jóga í hressandi sjávarloftinu í Viðey með fagra fjallasýnina allt um kring. Ganga Arnbjargar endar með slökun undir hinum mögnuðu tónum gongsins. Göngslökun nýtur sívaxandi vinsælda en heilandi tónar þessa hljóðfæris hjálpa okkur að kyrra hugann og ná djúpslökun.

Göngunni lýkur við Viðeyjarstofu og munu gestir hafa tíma til þess að kaupa sér veitingar áður en báturinn siglir heim. Þátttakendur eru beðnir um að koma klæddir eftir veðri og í góðum skóm. Gott er að hafa með sér vatnsbrúsa en ekki þarf að taka með sér jógadýnur. Allir eru velkomnir og ekki er nauðsynlegt að hafa stundað jóga til að taka þátt.

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir er reyndur kundalini jógakennari og kennir bæði börnum og fullorðnum.