Jarðmyndanir Fossvogsbakka

Umhverfi Mannlíf

""

Í hádeginu á morgun, fimmtudaginn 31. júlí klukkan 12-13, er fræðsluganga á Ylströndinni undir leiðsögn Áslaugar Geirsdóttur, prófessors í jarðfræði við Háskóla Íslands.

Hist verður við þak ylstrandarinnar og gengið þaðan. Fossvogsbakkar við Ylströndina eru friðlýstir sem náttúruvætti. Þar eru jarðminjar en í bökkunum eru sjávarsetlög frá lok ísaldar fyrir um 13.000 árum. Í setlögunum er að finna ýmsa steingervinga, einkum skeljar lindýra. Þá er jökulset í lögunum sem gefa upplýsingar um sögu jökulhörfunar á svæðinu.

Gengið verður um fjöruna að setlögunum, sagt frá jarðfræðilegri tilurð svæðisins og bent á áhugaverð atriði sem liggja að öllu jöfnu ekki í augum uppi.

Að viku liðinni verður svo krabbaklapp við Ylströndina.