Innritun í leikskóla hefst 21. mars

Skóli og frístund

""

Þann 21. mars verður byrjað að innrita börn í leikskóla í Reykjavík í þau pláss sem losna þegar elstu leikskólabörnin hefja grunnskólagöngu í haust.

Byrjað verður á að innrita börn fædd 2015 og eldri og mun foreldrum þeirra í kjölfarið berast boð um leikskólavist. Að því loknu verður 18 mánaða börnum boðin leikskólavist eftir því sem pláss leyfa.

Við innritun í leikskóla er tekið tillit  til óska foreldra um leikskóla og innritað eftir kennitöluröð. Barnafjöldi er mismikill eftir hverfum borgarinnar og því má gera ráð fyrir að foreldrum bjóðist vistum í öðrum leikskóla en þeir hefðu helst kosið.

Áætlað er að börnum sem boðin verður leikskólavistun í þessari innritun geti hafið leikskólagöngu sína í sumar/haust. Til þessa að það geti orðið þurfa leikskólarnir að vera fullmannaðir hæfu starfsfólki.

Foreldrar geta haft samband við þjónustuver Reykjavíkurborgar með fyrirspurnir varðandi innritun.

Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið tjonustuver@reykjavik.is eða hringja í síma 411 1111.