Innritun í grunnskólana er hafin

Skóli og frístund

""
Foreldrar barna sem fædd eru 2010 og eiga að byrja í grunnskóla í haust geta nú innritað þau rafrænt, en innritun mun standa yfir frá 11. -19. febrúar.
Samhliða innritun í grunnskólana fer fram innritun barna í  frístundaheimili næsta vetur. Börn sem eru að hefja skólagöngu í haust hafa forgang að dvöl á frístundaheimilum.

Opnað verður fyrir innritun á Rafrænni Reykjavík kl. 08.00 að morgni 11. febrúar.

Ef foreldrar geta ekki nýtt sér rafræna innritun geta þeir snúið sér beint til skóla og frístundamiðstöðvar í sínu hverfi.

Á foreldravefnum eru gagnlegar upplýsingar um innritun og upphaf skólagöngunnar.