Innritun í grunnskóla og á frístundaheimili frestað um viku

Skóli og frístund

""

Innritun barna f. 2011 í grunnskóla og innritun á frístundaheimili á næsta skólaári 2017-2018 frestast um viku vegna tæknilegra örðugleika. 

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem tæknibilun á Rafrænni Reykjavík hefur valdið foreldrum við innritun. 

Foreldrum er bent á að engar skráningar hafa farið í gegnum rafræna kerfið í dag. Því þarf að innrita öll börn að nýju í grunnskóla og inn á frístundaheimilin.  

Innritun fyrir verðandi 1. bekkinga hefst 22. febrúar kl. 8:20. 

Nánari upplýsingar um tilhögun innritunar verða kynntar foreldrum á næstu dögum.