Innköllun á Ruker pálmaolíu

Heilbrigðiseftirlit Innkallanir matvæla

""

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur - malvælaeftirlit hefur innkallað Ruker pálmaolíu vegna þess að við eftirlit í Hollandi hefur greinst óleyfilega litarefnið súdan 4 í vörunni.

Efni:  Innköllun á Ruker pálmaolíu vegna óleyfilegs litarefnis.

Lagsmaður ehf. hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Ruker pálmaolíu vegna þess að við eftirlit í Hollandi hefur greinst óleyfilega litarefnið súdan 4 í vörunni. 

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki:  Ruker Ventures.

Vöruheiti:  Edible Palm Oil.

Strikanúmer:  6034000006193.

Lotunúmer:  31.12.2019.

Nettómagn:  1 l.

Framleiðandi: Ruker Ventures Limited.

Framleiðsluland:  Gana.

Innflytjandi: Lagsmaður ehf. (Fiska.is), Brekkuhúsum 1, 112 Reykjavík.

Dreifing:  Verslanir Fiska.is Nýbýlavegi og Kolaportinu.

Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til Fiska.is, Nýbýlavegi 14 í Kópavogi , eða í sölubás Fiska.is í Kolaportinu.  Nánari upplýsingar veitir Fiska.is í síma 571 5518.