Innköllun á indversku Dukkah með salthnetum og karríi

Innkallanir matvæla Heilbrigðiseftirlit

""

Yndisauki ehf. hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ákveðið að innkalla frá neytendum Indverskt Dukkah með salthnetum og karríi vegna vanmerkts ofnæmis- og óþolsvaldar (jarðhnetur).

Ofnæmis- og óþolsvaldurinn jarðhnetur er vanmerktur sem salthnetur á umbúðum vörunnar og er því um að ræða matvæli sem geta valdið neytendum heilsutjóni.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki:  Yndisauki.
Vöruheiti:  Indverskt Dukkah með salthnetum og karríi.
Strikanúmer:  5694230012213.
Umbúðir: Dós.
Nettómagn:  150 g.
Best fyrir:  Allar „best fyrir“ dagsetningar.
Framleiðsluland:  Ísland.
Dreifing: Melabúðin Hagamel, Fjarðarkaup, Mosfellsbakarí Háaleitisbraut og Háholti, Heilsuhúsið Lágmúla, Heilsuhúsið Smáranum, Heilsuhúsið Laugavegi, Heilsuhúsið Kringlunni, Hagkaupsverslanir og Bakaríið við brúnna á Akureyri.

Þeir neytendur sem eiga umræddar vöru og eru með ofnæmi fyrir jarðhnetum eru beðnir að neyta hennar ekki og farga henni eða skila til Yndisauka, Vatnagörðum 6, 104 Reykjavík.
Nánari upplýsingar fást hjá Yndisauka í síma 511 8090.