Innköllun á Ichoc „Milkless“ súkkulaði

Innkallanir matvæla Heilbrigðiseftirlit

""

Ichoc „Milkless“ súkkulaði hefur verið innkallað vegna villandi merkinga

Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur,
Efni:  Heilsa ehf. innkallar Ichoc „Milkless“ súkkulaði vegna villandi merkinga.

Heilsa ehf. hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ákveðið að innkalla Ichoc „Milkless“ súkkulaði vegna villandi merkinga. Í vöruheiti kemur fram að varan sé mjólkurlaus en vörunni er pakkað í verksmiðju sem pakkar vörum sem innihalda mjólk, svo krossmengun getur orðið við pökkunina.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: IChoc
Vöruheiti: Milkless
Strikanúmer: 4044889002966
Best fyrir: Allar best fyrir dagsetningar.
Umbúðir: Pappír
Nettómagn: 80 g.
Ábyrgðaraðili: Heilsa ehf., Bæjarflöt 1-3, 112 Reykjavík.
Dreifing: Gló Fákafeni, Heilsuhúsin, Samkaup Nettó og Krambúðin.

Varan er ekki hættuleg nema fyrir þá sem eru með mjólkurofnæmi/óþol. Neytendur sem hafa keypt vöruna eru vinsamlega beðnir um að skila henni í verslunina þar sem hún var keypt.

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Heilsu ehf.