Innköllun á hrísgrjónum

Innkallanir matvæla Heilbrigðiseftirlit

""
Innköllun á hrísgrjónum frá First Price og Grøn Balance þar sem þau voru framleidd við óheilnæmar aðstæður.
Kaupás ehf. hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ákveðið að innkalla frá neytendum hrísgrjón frá First Price og Grøn Balance þar sem þau voru framleidd við óheilnæmar aðstæður og geta innihaldið úrgang úr nagdýrum.
 
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:
 
Vörumerki: First Price og Grøn Balance.
Vöruheiti: First Price Jasmin Ris, First Price Basmati Ris, Grøn Balance Økologiske Brune Ris, Grøn Balance Økologiske Basmati Ris, Grøn Balance Økologiske Jasmin Ris.
Strikanúmer: 7311041076392, 7311041076408, 5701410372248, 5701410348847, 5701410348830.
Nettóþyngd: 1 kg.
Best fyrir: Allar best fyrir dagsetningar.
Pökkunaraðili: Euro Basmati GmbH, Hamborg.
Framleiðsluland (pökkun): Þýskaland.
Dreifing: Allar verslanir Krónunnar og Kjarvals um allt land og Nóatún Austurveri.
 
Viðskiptavinum sem hafa keypt umrædd hrísgrjón í framangreindum verslunum er bent á að neyta þeirra ekki og farga eða skila þeim í viðkomandi verslun.
 
Frekari upplýsingar veitir Kaupás ehf. í síma 585 7000.