Innköllun af markaði á Mars súkkulaði

Innkallanir matvæla Heilbrigðiseftirlit

""
Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur: sölustöðvun og innköllun af markaði á Mars súkkulaði: Mars x4 og Mars 5+1.
Efni:  Sölustöðvun og innköllun af markaði á Mars súkkulaði
Sláturfélag Suðurlands  hefur, samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Mars sælgæti  þar sem það gæti innihaldið aðskotahlut(plast).
 

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vöruheiti:  Mars 5+1
Strikanúmer:  5000159452687
Best fyrir: 04.09.2016
Nettóþyngd:  270 g.
Framleiðandi:  Mars Denmark A/S
Framleiðsluland:  Holland
Dreifing:  Verslanir Bónus um allt land.
 

Vöruheiti:  Mars x4
Strikanúmer:  5000159384186
Best fyrir: 04.09.2016
Nettóþyngd:  180 g.
Framleiðandi:  Mars Denmark A/S
Framleiðsluland:  Holland
Dreifing:  Kostur, Fjarðarkaup, Melabúðin, KS Sauðárkróki, Stórkaup og verslanir Krónunnar, Hagkaups, Víðis, Nóatúns, Samkaupa og Nettó.

 
Viðskiptavinum sem hafa verslað vöruna er bent á að hægt er að skila henni  í þá verslun sem hún var keypt í. Frekari upplýsingar fást hjá Sláturfélagi Suðurlands í síma 575 6000.