Íbúar kusu um framkvæmdir í hverfum borgarinnar

Betri hverfi Umhverfi

""

Íbúar í Reykjavík völdu 112 verkefni til framkvæmda á næsta ári í kosningunum Hverfið mitt, sem lauk aðfararnótt fimmtudags.  Mun fleiri tóku þátt nú en áður og er um 30% auking frá því síðast. Heildarfjöldi kjósenda nú var 9.292 en í fyrra auðkenndu sig 7.103 íbúar.

Kjörstjórn fór í gær yfir niðurstöðu kosninga um úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í hverfum Reykjavíkurborgar. Á kjörskrá voru 99.034 íbúar en af þeim kusu 9.292. Kosningaþátttakan var því 9.4% og hækkar úr 7.3% árið 2015. 

Hér í fréttinni eru teknar saman helstu niðurstöður, en þær má skoða nánar í ítarlegri samantekt verkefnisstjóra:  Hverfið mitt 2016 - samráðsverkefni um úthlutun fjármagns: Niðurstöður rafrænna kosninga sem fram fóru dagana 3. - 17 nóvember 2016

Konur virkari kjósendur og öflugastar á Kjalarnesi

Í samantekt kjörstjórnar kemur fram að fleiri konur tóku í heildina þátt en karlar eða 58 % á móti 42% og er mynstrið svipað í öllum hverfum. Konur eru alls staðar fleiri í hópi þátttakenda en karlar annað árið í röð. Alls voru 49.699 konur á þjóðskrá og tóku 5.430  þeirra þátt eða 10.9%. Karlar voru 49.335 á kjörskrá og tóku 3.907 þeirra þátt, eða 7.9%.

Hlutfallslega tóku flestar konur þátt á Kjalarnesi, eða 15,4%. Næst hæst var hlutfall kvenna í Grafarholti og Úlfarsárdal eða 13,5%. Lægsta hlutfall kvenna var í Breiðholti en þar tóku 8,1% þeirra þátt. Hlutfallslega tóku flestir karlar þátt í Grafarholti og Úlfarsárdal, eða 10,6%. Næst hæsta hlutfall karla var í Vesturbæ 9,5%. Lægsta hlutfall karla var í Breiðholti 5,5%.

Mest þátttaka í Grafarholti og Úlfarsárdal

Þátttaka í kosningunum var mest í Grafarholti og Úlfarsárdal eða 12,1%. Í Hlíðum tóku 11,1% þátt og Vesturbær Laugardalur og Grafarvogur voru öll með yfir 10% þátttöku.  Minnst var þátttakan í Breiðholti þar sem 6.8% íbúa tóku þátt, en hún jókst þó frá fyrra ári. Meiri þátttaka var nú í öllum hverfum en síðast.

Hlutfallsleg kosningaþátttaka:
1. Grafarholt og Úlfarsárdalur - 12,1%
2. Hlíðar - 11,1%
3. Laugardalur - 10,7%
4. Grafarvogur - 10,4%
5. Vesturbær - 10,0%
6. Árbær 9,9%
7. Kjalarnes - 9,5%
8. Háaleiti  - 8,7%
9. Miðborg - 7,5%
10. Breiðholt - 6,8%

Verkefni valin til framkvæmda

Íbúar kusu um úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna. Til ráðstöfunar voru 450 milljónir króna, sem er 50% hækkun frá fyrra ári. Fjármunum er skipt milli hverfa eftir reiknireglu sem tekur mið af fjölda íbúa í hverju hverfi (borgarhluta). Hér fyrir neðan er upptalning á verkefnum eftir hverfum og nánar má sjá skiptingu í skýrslu verkefnisstjórnar.  Verkefnin koma til framkvæmda á næsta ári.

Árbær – Valin verkefni 

  1. Endurnýja gangstéttar við Rofabæ
  2. Snjóbræðsla í stíg hjá Árbæjarlaug
  3. Drykkjarfontur á krossgötur í Elliðaárdal
  4. Fleiri bekki í hverfið
  5. Lagfæra svæðið á milli kirkju og skóla
  6. Gönguleið  við Fylkissel
  7. Upplýsingaskilti um gömlu þjóðleiðina
  8. Betri lýsing á göngustíg meðfram Höfðabakka frá Bæjarhálsi að Elliðaárdal
  9. Betri gönguleið frá Viðarási að Reykási
  10. Leiktæki fyrir yngri börn í Norðlingaholti
  11. Innskotsstæði við Björnslund
  12. Betri göngustíg frá Búðavaði að malarstíg
  13. Barnvænar ruslatunnur

Breiðholt – Valin verkefni  

  1. Fleiri ruslastampa í hverfið
  2. Hreinsa tjörnina í Seljahverfi
  3. Fjölskyldusvæði í efra Breiðholti
  4. Fegra Markúsartorg við Gerðuberg
  5. Lagfæra gangstéttar við Vesturberg
  6. Áningarstaður í Seljahverfi
  7. Dvalarsvæði fyrir unga fólkið
  8. Torg á horni Seljabrautar og Engjasels
  9. Lagfæra krappa beygju í Elliðaárdal
  10. Þrautarbraut og klifurtæki á opið svæði í bökkunum
  11. Gróðursetja meðfram Stekkjarbakka gengt Mjódd
  12. Fegra opið svæði við Dverga- og Blöndubakka
  13. Stígur á milli Dverga- og Arnarbakka
  14. Fleiri hjólastandar í hverfið
  15. Merkja götur við göngu- og hjólastíga í bökkunum
  16. Gönguleið í beygjunni við Arnarbakka
  17. Bæta leiksvæðið við Unufell

Grafarholt og Úlfarsárdalur - Valin verkefni 

  1. Ruslastampa við Reynisvatn
  2. Fleiri bekki og ruslafötur við stígana í dalnum
  3. Frisbígolf í Leirárdal
  4. Gróðursetja víða í Grafarholtinu
  5. Bekkir á Kristnibraut og Gvendargeisla í átt að Reynisvatni
  6. Rækta upp svæðið í kringum hringtorg við Biskupsgötu
  7. Barnvænar ruslatunnur

Grafarvogur – Valin verkefni  

  1. Ný vatnsrennibraut  í sundlaug Grafarvogs
  2. Fjölga ruslastömpum í hverfinu
  3. Leiktæki fyrir yngri börn við Gufunesbæ
  4. Gróðursetja á svæðið við Spöng
  5. Fleiri bekki við göngustíga
  6. Fleiri ungbarnarólur í hverfið
  7. Bekkur við útsýnisspjald við Melaveg
  8. Skógrækt við Gufunesbæ
  9. Tengja göngustíga við Rimaskóla
  10. Gróðursetning við gatnamót Hallsvegar og Strandvegar
  11. Útiæfingatæki
  12. Gera göngustíga úr botnlöngum í Vættaborgum
  13. Pétanque völlur við Gufunesbæ
  14. Bekkur í Fjölnislitum

Háaleiti og Bústaðir – Valin verkefni  

  1. Fjölga ruslastömpum í hverfinu
  2. Laga þrep og stíg við Bústaðaveg og Austurgerði
  3. Mála listaverk á Réttarholtsskóla
  4. Söguskilti um hitaveitustokkinn
  5. Dvalarsvæði í Grundargerðisgarði
  6. Fleiri bekki í Háaleitishverfið
  7. Ungbarnarólur með foreldrasæti
  8. Endurgera stíg milli Kúrlands og Bústaðavegar
  9. Gróðursetja á valin svæði í Fossvogsda
  10. Gera dvalarsvæði á opnu svæði við Hvassaleiti 1-9
  11. Fegra og bæta leiksvæði í Úlfaskógi
  12. Gangbrautarljós yfir Háaleitisbraut við Lágmúla

Hlíðar – Valin verkefni

  1. Bæta öryggi vegfarenda við undirgöngin við Hlíðarenda
  2. Bekkir og ruslafötur í Öskjuhlíð
  3. Fleiri bekki við gönguleiðir í hverfinu
  4. Hringtorg á Rauðarárstíg við Flókagötu
  5. Lagfæra net og setja lægri körfur á Klambratúnsvellinum
  6. Lagfæra göngustíg um Veðurstofuhæð
  7. Upphækkuð gönguleið í Hamrahlíð við Stigahlíð
  8. Gangbrautarljós yfir Lönguhlíð við Bólstaðarhlíð
  9. Pétanque völlur á Klambratún
  10. Fegra svæðið umhverfis Eskihlíð 2-4  

Kjalarnes – Valin verkefni   

  1. Borð og bekki fyrir utan Fólkvang
  2. Hrein fjara
  3. Fegra innkomuna í hverfið
  4. Matjurtagarðar við Fólkvang
  5. Snúningstæki og fleiri tæki á leiksvæðið við Esjugrund
  6. Fleiri hjólastandar í hverfið
  7. Reykjavíkurskilti
  8. Listaverk - Reykjavíkuraugun
  9. Listaverk – Laupurinn

Laugardalur –  Valin verkefni   

  1. Útigrill í Laugardalinn
  2. Heit vaðlaug í Laugardalinn
  3. Endurnýja gangstétt milli Leiru- og Rauðalækjar
  4. Körfuboltakarfa við Ljósheimaróló
  5. Ungbarnarólur á Ljósheimaróló
  6. Gróðursetja við Laugarnesveg
  7. Endurbæta leikvöll milli Bugðu- og Rauðalækjar
  8. Hringtorg, Kirkjusandur- Laugarnesvegur
  9. Gróðursetja við hljóðmön
  10. Gróðursetja tré á Sæbraut
  11. Útiaðstaða og bókaskápur við Sólheimasafn
  12. Fallegri lokun Rauðalækjar
  13. Hærri upphífingarstangir í Laugardalinn
  14. Dvalarsvæði við Rauðalæk
  15. Hraðavaraskilti á Gullteig

Miðborg –  Valin verkefni

  1. Fleiri ruslastampa í Miðborgina
  2. Fleiri bekki í Miðborgina
  3. Heit vaðlaug í Hljómskálagarðinn
  4. Bæta útigrillin í Hljómskálagarðinum og setja þak yfir þau

Vesturbær – Valin verkefni   

  • Leggja göngu- og hjólastíg aftan við Olís Ánanaust
  • Bæta og fegra skúrana við Ægisíðu
  • Betri lýsingu á stíg milli Hofsvallagötu og Kaplaskjólsvegar
  • Ný gangstétt og hjólavísar á Birkimel
  • Ljóð sem birtast í rigningu
  • Betri sparkvelli á Ægisíðu og Sörlaskjóli
  • Sleðabrekka á Lynghagaróló
  • Gangbrautarljós yfir Ánanaust
  • Ungbarnarólur með foreldrasæti
  • Drykkjarfontur á Eiðsgranda
  • Lengja gangstétt milli Ála- og Flyðrugranda

Nánari upplýsingar: