Íbúalýðræði - er það eitthvað ofan á brauð?

Mannlíf Mannréttindi

""

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar efnir til opins fundar sem haldinn verður í Iðnó á morgun. Yfirskriftin er Íbúalýðræði - er það eitthvað ofan á brauð?

Fundurinn hefst klukkan 11.30 og lýkur klukkan 13.00

Dagskrá fundarins :

1. Lýðræðismál í Reykjavík: Halldór Auðar Svansson, formaður stjórnkerfis- og lýðræðisráðs
2. Hverfið Mitt 2017: Sonja Wiium, verkefnisstjóri
3. Íbúalýðræðisstefna Mosfellsbæjar: Aldís Stefánsdóttir, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar Mosfellsbæjar.
4. Umræður úr sal.

Fundarstjóri er Nichole Leigh Mosty.

Boðið verður upp á súpu og brauð.