Íbúafundur borgarstjóra í Breiðholti

""

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heldur íbúafund um málefni Breiðholts fimmtudaginn 23. nóvember í Gerðubergi klukkan 20.

Borgarstjóri fer yfir þau mál sem eru á döfinni í Breiðholti í þjónustu og uppbyggingu innan hverfisins og Þórdís Lilja Gísladóttir, verkefnastjóri á þjónustumiðstöðinni heldur kynningu um heilsueflandi Breiðholti. Í lokin verður opið fyrir fyrirspurnir um allt sem varðar málefni Breiðholts. 

Borgarstjóri heimsækir sama dag stofnanir og fyrirtæki í Breiðholti, auk þess sem hann á fund með hverfisráði Breiðholts og stjórn íbúasamtakanna.

Þeir sem vilja geta sent spurningar á netfangið borgarstjori@reykjavik.is.