Hverfið mitt 2017: Skapandi samráð í Breiðholti

Betri hverfi Hverfisskipulag

""

Breiðholtsþing í tengslum við verkefnið Hverfið mitt 2017 verður haldið í A-sal í Menningarhúsinu Gerðubergi kl. 19:30 miðvikudaginn 22. mars nk. Hugmyndasöfnun hefur verið í gangi í verkefninu undanfarnar vikur og lýkur henni á miðnætti föstudagskvöldið 24. mars.Aðferðafræði um skapandi samráð verður notuð til að auðvelda íbúum vinnu á fundinum og örva hugarflug þeirra. Allir íbúar á öllum aldri sem hafa einlægan áhuga á því að gera Breiðholtið enn betra eru hjartanlega velkomnir á viðburðinn.

Eflaust muna einhverjir eftir því þegar nemendur í 6. bekkjum allra grunnskóla í Breiðholti byggðu líkön af hverfinu síðasta vetur sem notuð voru í vinnu við hverfisskipulag. Þessi líkön verða einmitt sett upp í Gerðubergi á Breiðholtsþinginu og notuð í hinu skapandi samráði. Markmið með slíkri aðferð er að nýta reynslu íbúa úr nærumhverfi sínu við skipulagsvinnu og tryggja þannig að margar ólíkar raddir fái áheyrn.

Fólk er jafnframt hvatt til að setja inn góðar hugmyndir á vefsíðu verkefnisins Hverfið mitt 2017. Léttar veitingar verða í boði fyrir alla sem mæta.

Sjá facebookviðburð hér: https://www.facebook.com/events/323037574765658/