Hver á að fá viðurkenningu fyrir vistvænar samgöngur?

Umhverfi Samgöngur

""

Samgönguviðurkenning Reykjavíkurborgar verður veitt í haust í tengslum við samgönguviku.  Hér er hægt að nálgast umsóknareyðublað til að tilnefna fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir eða einstaklinga sem gætu átt skilið að fá slíka viðurkenningu.

Leitað er eftir umsóknum eða tilnefningum frá fyrirtækjum, félagasamtökum, stofnunum og einstaklingum. Dómnefndin byggir val sitt á árangri og aðgerðum sem fyrirtæki,félagasamtök, stofnanir eða einstaklingar hafa gripið til í þeim tilgangi að t.d. einfalda starfsfólki að nýta sér aðra samgöngumáta en einkabílinn, draga úr umferð á sínum vegum og/eða stuðlað að notkun vistvænna orkugjafa. Gátlistinn hér fyrir neðan er til að einfalda umsóknaraðilum gerð umsóknarinnar og auðvelda dómnefnd áreiðanlegan og réttmætan samanburð. Vinsamlegast svarið því sem við á og athugið að listinn er til viðmiðunar og ekki tæmandi.

Umsóknir og tilnefningar berist Reykjavíkurborg í síðasta lagi í lok dags 16. september næstkomandi, merktar „Samgönguviðurkenning“. Þær sendist á netfangið graenskref@reykjavik.is eða á póstfangið Borgartún 12-14, 105 Reykjavík.