Hvar eru áramótabrennurnar?

Mannlíf

""

Um þessi áramót, 2016 - 2017, verða áramótabrennur á tíu stöðum í Reykjavík, eins og verið hefur undanfarin ár.  Stærð þeirra ræðst af aðstæðum á hverjum stað.  Umsjón með þeim er ýmist á hendi borgarinnar eða félagasamtaka, sem huga vel að því sem sett er á brennurnar og tryggja að frágangur sé í lagi. 

Áramótabrennurnar í Reykjavík eru á hefðbundnum stöðum og með svipuðu sniði ár hvert. Á gamlárskvöld 2016 eru þær á þessum stöðum og með tveimur undantekningum er borinn eldur að köstunum kl. 20.30. Skoða staðsetningu í Borgarvefsjá.   

1) Við Ægisíðu, stór brenna.

2) Í Skerjafirði gegnt Skildinganesi 48 - 52,  lítil brenna (tendrað kl. 21.00, eftir blysför sem hefst kl. 20.30).

3) Við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkjugarð, lítil brenna.

4) Laugardalur, fyrir neðan Laugarásveg 18,  lítil brenna.

5) Geirsnef, á norðanverðu Geirsnefi, stór brenna.

6) Við Suðurfell, lítil brenna.

7) Við Rauðavatn að norðanverðu, stór brenna.

8) Gufunes við Gufunesbæ, stór brenna.

9) Við Kléberg á Kjalarnesi, lítil brenna.

10) Úlfarsfell á athafnasvæði Fisfélagsins ofan við Lambhagaveg, lítil brenna (tendrað kl. 15.00)

Stærð brennanna ræðst af mati Eldvarnareftirlitsins á aðstæðum á hverjum stað.

Höfum góða skapið með en enga skotelda
Eldur er borinn að köstunum kl. 20.30 á gamlárskvöld á öllum stöðum nema tveimur.  Á Úlfarsfelli er tendrað kl. 15.00 um daginn og í Skerjafirði er eldur borinn að kestinum kl. 21.00 eftir blysför sem hefst kl. 20.30.   Engin formleg dagskrá er á borgarbrennunum en fólk er hvatt til að rifja upp álfasöngvana og mæta með góða skapið.

Enga skotelda má hafa með á brennurnar. Fólk er hvatt til að skjóta ekki upp flugeldum við brennurnar.

Stjörnuljós og blys eru betri kostur enda barnvænt og hættulítið. Flugeldar og tertur eru betur geymd heima.
Hvað má fara á köstinn?

Byrjað verður að taka á móti efni á kestina þriðjudaginn 27. desember.  Best er að fá hreint timbur á brennurnar. Stærstur hluti þess sem fer á brennurnar eru vörubretti en einnig er fenginn afgangur af jólatréssölunni. Plast, gúmmí og unnið timbur á ekki erindi í köstinn.  Starfsmenn hverfastöðva Reykjavíkurborgar verða á vettvangi við flestar brennurnar og leiðbeina þeim sem koma með efni.  Hætt verður að taka á móti efni þegar þær eru orðnar hæfilega stórar eða í síðasta lagi kl. 12.00 á gamlársdag. 

Fyrirspurnir og/eða ábendingar
Við viljum gjarnan fá ábendingar um það sem betur má fara. Þú getur sett inn ábendingu og upplýsingar í ábendingakerfið okkar >>> SETJA INN ÁBENDINGU <<< eða hringt í þjónustuver Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 - 14,  í síma 4 11 11 11. Starfsmenn þar færa þá ábendingu inn í kerfið. Opið kl. 8.20 - 16.15 alla virka daga.