Húsaleigubætur verða húsnæðisbætur

Velferð

""

Um áramótin taka ný lög gildi og hætt verður að greiða húsaleigubætur en í þeirra stað koma húsnæðisbætur. Vinnumálastofnun sér um afgreiðslu nýrra húsnæðisbóta en Reykjavíkurborg heldur utan um afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings.

Þann 1. janúar 2017 falla úr gildi lög um  húsaleigubætur  nr. 138/1997 og við taka ný  lög um húsnæðisbætur nr. 75/2016. Umsóknir um húsaleigubætur munu því falla úr gildi þann 1. janúar nk.  Vinnumálastofnun mun sjá um afgreiðslu húsnæðisbóta frá þeim tíma og sækir fólk um þar. Upplýsingar um húsnæðisbætur er að finna á vefnum husbot.is og hjá Vinnumálastofnun.

Reglur um félagslegt leiguhúsnæði og húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík falla úr gildi og í stað þeirra munu reglur Reykjavíkurborgar um sérstakan húsnæðisstuðning taka gildi.

Þær umsóknir sem þegar eru samþykktar um sérstakar húsaleigubætur munu halda gildi sínu tímabundið  en eftir 1. janúar 2017 mun upphæð greiðslna taka mið af nýjum reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. 

Á nýju ári mun velferðarsvið Reykjavíkurborgar boða umsækjendur, sem eiga samþykkta umsókn um sérstakar húsaleigubætur, í viðtal og þá getur fólk um leið sótt um sérstakan húsnæðisstuðning samkvæmt nýjum reglum.

Til að sækja um sérstakan húsnæðisstyrk hjá Reykjavíkurborg er það skilyrði að fólk hafi sótt um húsnæðisbætur hjá  Vinnumálstofnun og fengið samþykkta umsókn um húsnæðisbætur. 

Frekari upplýsingar um sérstakan húsnæðisstuðning