Húsagötur sópaðar og þvegnar

Samgöngur Umhverfi

""
Hreinsun gatna og gönguleiða í Reykjavík gengur samkvæmt áætlun. Hreinsun forgangsleiða er lokið en í ár var byrjað á að sópa helstu stíga og stofnbrautir. „Við hreinsum fyrst þær leiðir sem flestir nota,“ segir Halldór Þór Þórhallsson, yfirverkstjóri hreinsunar hjá Reykjavíkurborg.
 
Undanfarna daga hefur verið unnið að forsópun á tengibrautum og í húsagötum. Eftir helgi verður síðan farið á fullt í hreinsun og þvott húsagatna. Íbúar fá tilkynningu  í pósti um hvenær þrifið verður í þeirra götu auk þess sem skilti verða sett upp daginn áður og fjarlægð að hreinsun lokinni.  
 

Unnið er á tveimur stöðum í borginni í einu, annars vegar vestan Reykjanesbrautar og hins vegar austan hennar. Svæðin sem voru hreinsuð síðast í fyrra eru hreinsuð fyrst í ár með jafnræði í huga. Í næstu viku verður unnið í póstnúmerum 108 og 109.

 
Nánari upplýsingar > reykjavik.is/hreinsun.