Hugmyndasöfnun fyrir Hverfið mitt hefst í næstu viku

Betri hverfi Fjármál

""

Hugmyndasöfnun í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt hefst í næstu viku, 27. febrúar og stendur til 20. mars.  Allir geta sett hugmyndir á sérútbúinn vef á þessum tíma. Í framhaldinu verður svo unnið úr hugmyndum og þeim stillt upp fyrir kosningu meðal íbúa í október. Verkefnin sem kosin verða í ár koma til framkvæmda á næsta ári.

Þátttaka á liðnu ári á Hverfið mitt var sú mesta til þessa. Bæði skiluðu sér fleiri hugmyndir en áður og eins var slegið met í kosningaþátttöku.   Hér má skoða þau verkefni sem kosin voru á liðnu ári og verða framkvæmd í ár.

Kosningaaldurinn í haust á Hverfið mitt verður lækkaður í 15 ár og verða því ungir borgarbúar sérstaklega hvattir til að setja inn sínar hugmyndir.  Öllum er heimilt að setja inn hugmyndir óháð aldri og búsetu. Það er fyrst í kosningunni sem skilyrði eru sett um aldur og búsetu.