Hugmyndasamkeppni um skipulag Vogabyggðar við Elliðaárvog

Skipulagsmál Mannlíf

""

Reykjavíkurborg auglýsir eftir þátttakendum í forval fyrir lokaða hugmyndasamkeppni um skipulag Vogabyggðar og nánasta umhverfis en reiturinn afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi, Elliðaárósum og aðrein að Sæbraut. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og Hömlur ehf. og er ætlunin að endurnýja skipulag svæðisins svo það geti þróast og öðlast nýtt hlutverk sem blönduð byggð búsetu og atvinnu

Reykjavíkurborg auglýsir eftir þátttakendum í forval fyrir lokaða hugmyndasamkeppni um skipulag Vogabyggðar og nánasta umhverfis en reiturinn afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi, Elliðaárósum og aðrein að Sæbraut.

Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og Hömlur ehf. og er ætlunin að endurnýja skipulag svæðisins svo það geti þróast og öðlast nýtt hlutverk sem blönduð byggð búsetu og atvinnu í samræmi við tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Fyrirvari er gerður um endanlega útfærslu og samþykkt aðalskipulagstillögunnar.

Fjöldi ólíkra hagsmuna er á svæðinu, meðal annars hvað eignarhald varðar. Töluverður munur er þó á norður- og suðurhluta uppbyggingarsvæðisins hvað þetta varðar þar sem færri aðilar eiga fasteignir á svæðinu norðan Tranavogs en eignarhald á svæðinu sunnan til er mun dreifðara.

Samkeppnissvæðinu er skipt í þrjú meginsvæði. Tvö byggðarsvæði meðfram Súðarvogi sem greinast í tvennt um Tranavog og hið þriðja opið svæði umhverfis smábátahöfn við Elliðaárvog og út á Geirsnef. Gert er ráð

fyrir að uppbygging fari öll fram á núverandi byggðarsvæði og skapi þar staðaranda sem endurspegli fjölbreytilegt borgarumhverfi.

Leiðarljós, markmið og helstu áherslur ásamt öllum nánari upplýsingum um lágmarkskröfur og hæfni þátttakenda koma fram í tillögu að keppnislýsingu sem er aðgengileg á www.hugmyndasamkeppni.is

Áhugasamir skulu senda nafn/nöfn þátttakenda og starfsheiti ásamt samantekt á þátttöku og árangri í samkeppnum og öðrum sambærilegum verkefnum til Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, skipulagsfulltrúi, Borgartúni 12–14, 105 Reykjavík merkt „Vogabyggð – hugmyndasamkeppni, forvalsnefnd “ fyrir lok dags 5. nóvember 2013.