Hraunborg fær betri lóð

Skóli og frístund Framkvæmdir

""
Framkvæmdir eru hafnar við nýja lóð leikskólans Hraunborgar í Breiðholtinu. 
Endurnýjað verður yfirborðsefni,  s.s. hellur og gras, ásamt leiktækjum á allri lóðinni.
 
Lóðin skiptist í tvo aðskilda garða, lítinn garð við Þrastaland og stóran garð við Lóu- og Spóaland. Fyrst verður unnið í litla garðinum framan af júní, síðan hefjast framkvæmdir í stóra garðinum í kringum 20. júní. Áætlaður framkvæmdatími er frá 30. maí – 31. ágúst.
 
Hraunborg er þriggja deilda leikskóli þar sem dvelja 64 börn samtímis. Leikskólastjóri er Guðný Sigríður Hallgrímsdóttir.